Rokkarinn Arnar Júlíusson setti saman þessa áugaverðu samantekt um starfandi rokkhljómsveitir í Vestmannaeyjum sem hann birti á facebook. Okkur fanst þessi samantekt eiga erindi við fleiri svo við birtum hana í heild sinni í samráði við Arnar.
“Stundum velti ég því fyrir mér hvort eyjamenn geri sér fyllilega grein fyrir því hvað það er mikil gróska í tónlistinni hérna í Vestmannaeyjum og þá sérstaklega í rokkinu. Nú er ég á bólakafi í þessari senu og mér datt í hug að taka saman allar starfandi rokk/metal sveitir sem eru í eyjum eins og er, bæði til þess að koma þeim á framfæri og til þess að kynna fyrir ykkur nýrri tónlist.
*Hljómsveitir eru raðaðar upp eftir því hversu marga spotify hlustendur hver var með þann 10.10.2023*
———-
Mucky Muck – Frekar nýleg sveit sem spilar 90´s grugg rokk sem flestir ættu að tengja við, og þá sérstaklega gamla fólkið sem ólst upp á þessum tíma 😉
———-
Subdural – Hart rokk sem minnir á alternative rokk senuna í kringum aldarmótin með smá kjöt í súpunni.
———-
Foreign Monkeys – Þessa gömlu rokkhunda þarf varla að kynna. Þeir hafa verið fánaberar Vestmannaeyjarrokksins í vandræðalega mörg ár. Okkar fremsta rokksveit í dag að mati margra.
———-
Merkúr – Dauðametal sveit sem hefur verið starfandi í tæp 6 ár og leyfi ég mér að fullyrða það að þetta er okkar fremsta sveit í þeim geira. Eyrnahlífar eru staðalbúnaður hér.
———-
Skanki – Splunku nýtt rafrokk frá nýju kynslóð eyja-tónlistarfólks. Sérstaklega einstök textasmíði hér á ferð.
———-
Molda – Heví rokk í 80´s anda með aðeins meira en dass af færeyjar innblástri. Stórkostleg textasmíði og eitthvað fyrir þá sem fíla “gamla góða” rokkið.
———-
False Majesty – Þessi hljómsveit er í raun framhald af senunni sem varð til í fiskiðjunni á sínum tíma. Klárlega mest “brútal” sveitin á eyjunni.
———-
Hrossasauðir – Lang yngsta hljómsveitin á þessum lista. Meðal aldurinn er aðeins 18 ára! Efnilegir krakkar sem spila graðhestarokk af bestu gerð.
———-
Eins og sést erum við með alveg helling af frábæru tónlistarfólki hérna í Vestmannaeyjum og er rokk senan okkar að blómstra þrátt fyrir litla sem enga umgjörð í kringum þetta. Því vil ég endilega biðja ykkur um að henda þessu inná playlistana ykkar og styðja við bakið á okkar fólki!”