Þó vissulega beri bæjarbragurinn merki þessa dagana að loðnuvertíð nálgist nú hámark þá voru vertíðir fyrri tíma oft mun umsvifameiri. Það er af sem áður var að hver vinnandi hönd var kölluð til og frí gefin í skólum til að vinna á vöktum við að bjarga sem mestum verðmætum á sem skemmstum tíma. Frysting og vinnsla á loðnu er ekki jafn mannaflafrek og hún var í fyrri tíð og tæknibreytingarnar miklar á fáum árum. Í dag rennur meira magn í gegnum frystihúsin en áður og engin lemur úr pönnum lengur.

Það er þó svo ekki svo að þetta gerist allt af sjálfu sér. Við tókum góðan bryggjurúnt og fylgdum loðnunni frá skipslest og þar til hún var ferðbúin út í heim auk þess að líta við hjá nokkrum mikilvægum hlekkjum í þeirri keðju verðmætasköpunar sem allt snýst um í Eyjum í dag.

Úr síðasta blaði Eyjafrétta þar sem ferill loðnunnar er rakin í myndum frá bryggjukanti að frystiklefa.