Fræðsluráð fjallaði á fundi sínum í vikunni um öryggi á skólalóðum og þá sérstaklega með tilliti til aukninga á notuðum munntóbakspúðum sem liggja m.a. á skólalóðum og geta valdið hættu. En 3-4 börn leita á bráðamóttöku barna í hverri viku vegna nikótíneitrunar þar sem nikótinpúðar eru algengasta orsök slíkra eitrunar.

Fræðsluráð telur í niðuststöðu sinni mikilvægt að efla forvarnir er tengjast hættunni sem stafar af því að henda munntóbakspúðum á víðavangi og á og við skólalóðir og leiksvæði barna. Ráðið samþykkir því fyrirlagða tillögu að árvekniátaki Vestmannaeyjabæjar og felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs framgang verkþátta tillögunnar í ljósi umræðna á fundinum, í samstarfi við íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar, fræðslufulltrúa og stjórnendur skólastofnana.

Ábyrg förgun munntóbakspúða (1).pdf