Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) tel­ur ekki for­send­ur til íhlut­un­ar vegna  samruna Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Ramma, Morgunblaðið fjallaði um málið um helgina. Til­kynnt var um samruna út­gerðarfé­lag­anna í lok des­em­ber sl. Sam­einað fé­lag mun heita Ísfé­lagið hf. jafn­framt stendur til að skrá fé­lagið á markað.

Í niður­stöðu SKE kem­ur fram að ekki séu vís­bend­ing­ar fyr­ir hendi til þess að ætla að markaðsráðandi staða mynd­ist með samrun­an­um eða að sam­keppni rask­ist að öðru leyti.

Sam­tals fara fyr­ir­tæk­in með um 8% af afla­hludeild í þorski­gild­um, sem er und­ir þeim 12% sem há­mark gild­ir um. Sam­einað fé­lag mun þó fara yfir afla­hlut­deild í loðnu en fyr­ir­tæk­in tvö hafa þegar sagst ætla að gera ráðstaf­an­ir til að minnka þá hlut­deild.

Fiski­stofa gaf einnig álit í mál­inu og gerði ekki at­huga­semd­ir við samrun­ann.