Vegna mikillar vatnsnotkunar síðustu vikurnar þarf að skammta vatn til Vestmannaeyjahafnar þetta kemur fram í tilkynningu frá höfninni. Eingöngu verður hægt að fá vatn til að þrífa og landa en ekki til að setja vatn í lestarnar

“Þar sem þvottur á uppsjávarskipunum er mjög vatnsfrekur að þá munum við skammta vatn í samvinnu við veiturnar næstu daga, á meðan verið er að safna upp vatnsforða.
Ef ekki er nægt vatn til að sinna þrifum og löndunum, þá þarf að láta hafnarverði vita þannig að hægt sé að bregðast við vandanum. Þetta er óviðunandi ástand en við verðum að vinna þetta í sameiningu. Vonandi verður hægt að opna kerfið að fullu eigi síðar en á mánudaginn.”