Stefnt er að því að Vestmannaeyjastrengur 3 verði kominn í rekstur fyrir þjóðhátíð

0
Stefnt er að því að Vestmannaeyjastrengur 3 verði kominn í rekstur fyrir þjóðhátíð
Mynd/ Landsnet 2015

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er undirbúningur fyrir viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 gengur vel, búið er að tryggja kaup á 3 km löngum streng og tengimúffum til viðgerðarinnar. Komin eru tilboð í viðgerðina og nú er unnið að nánari útfærslu á henni. Vonir standa til að hægt verði að ganga frá samningum öðru hvorum megin við páska.

Eftir talsverða yfirlegu og mat á áhættu við viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3 og því að láta tengingu í sjó, þar sem búast má við miklum hreyfingum, hefur verið ákveðið að fara þá leið að fleyta inn nýjum streng og tengja við gamla um 2 km frá landi svipað og var gert þegar strengurinn var lagður 2015.

Stefnt er að viðgerð hefjist seinnipart júní og má búast við að hún taki 4-6 vikur og hægt verði að taka Vestmannaeyjastreng 3  í rekstur aftur fyrir Þjóðhátíð.

Vestmannaeyjastrengur 1 og samtengdir Vestmannaeyjastrengir 2&3 sjá Vestmannaeyjum fyrir rafmagni og hefur Landsnet ekki þurft að keyra varaafl vegna forgangsorku um nokkurt skeið. Enn eru fimm varaaflsvélar Landsnets í Eyjum sem geta framleitt 6 MW.