Í gærmorgun kom flutningaskipið Hvítanesið til hafnar í Vestmannaeyjum. Um borð voru vinnubúðir sem ætlaðar eru starfsfólki Icelandic Land Farmed Salmon ehf. Alls er um að ræða 44 hús með 88 herbergjum. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu gekk vel að ferja einingarnar frá borði og flytja yfir á Malarvöllinn, þar verður þeim raðað upp eftir réttum númerum svo auðveldara verði að koma búðunum saman uppi á Helgafellsvelli.