Bænasamverustund verður Í Landakirkju kl. 17.00 miðvikudaginn 3. maí. Þessi stund kemur í stað Aglow fundar. Á stundinni verður farið  yfir efni dagsins sem kemur frá Taiwan. Konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða söng undir stjórn Kittyar.

Eftir stundina kl. 17.45  verður gengið (einnig pláss í bíl) um bæinn og  staðnæmst  á nokkrum stöðum og beðið fyrir ýmsum málefnum; skólum, heilbrigðismálum, atvinnumálum og samgöngum.

Eftir gönguna ætlum við að borða saman.
Allir, konur og karlar, eru velkomnir.

Myndin hér að ofan er eftir Hui-Wen HSIAD. Konurnar á myndinni sitja við straum árinnar í þögulli bæn og horfa upp í myrkrið. Þrátt fyrir óvissu vita þær að lausnin er í Kristi. fuglinn sem flýgur er þjóðarfugl Taiwan (farfugl). Græna grasið táknar að Taiwan er undir vernd Drottins.