Fluttu frá Gana til Vestmannaeyja

0
Fluttu frá Gana til Vestmannaeyja
Lordiar og Adriana

Systurnar Adriana 16 ára og Lordiar 18 ára fluttu til Vestmannaeyja frá Gana í október 2022. Hér búa þær ásamt móður sinni og föður og stunda nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Þeim systrum líkar vel að búa í Eyjum og hafa aðlagast vel þrátt fyrir töluverðan menningarmun og ólíkt veðurfar en er á heimaslóðum. Stefna fjölskyldunnar er að búa hér að minnsta kosti þar til stelpurnar klára skólann.

Eyja stúlkurnar Katrín Bára Elíasdóttir og Kristbjörg Unnur Friðgeirsdóttir starfa sem leiðbeinendur með þeim systrum og segja starfið mjög fræðandi og gefandi.

Lesa má umfjöllunina nánar í 9. tbl Eyjafrétta.