Áhöfn Þórs, björg­un­ar­skips Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í Vest­manna­eyj­um, var boðuð út í gærmorg­un til þess að sækja smá­bát við Kötlu­tanga. Smá­bát­ur­inn varð vél­ar­vana við Kötlu­tanga rétt und­an Vík í Mýr­dal og rak und­an hæg­um vindi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­björg.

Björg­un­ar­sveit­in var boðuð út kl. 11 og tók um eina og hálfa klukku­stund að mæta á vett­vang. Drátt­ar­taug var komið frá Þór í bát­inn og síðan siglt til Vest­manna­eyja­hafn­ar.

Einn maður er um borð í smá­bátn­um. Ekki er víst hvort hann hafi verið að strand­veiðum eða að flytja bát­inn á milli staða. Þór, sem er eitt nýrra björg­un­ar­skipa Slysa­varna­fé­lags­ins, var fljót­ur á vett­vang, með gang­hraða hátt í 30 sjó­míl­ur. Það hamlaði held­ur ekki för Þórs að sjó­lag var gott.