KFS á leik við Hvíta Riddarann í dag í 3 umferð Íslandsmótsins. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn en var færður vegna veðurs. KFS vann síðasta leik sinn gegn Ými 1-2 í Kórnum síðustu helgi. Sæbjörn Sævar Jóhannsson skoraði bæði mörk KFS í 2-1 sigri á Ými. Arian Ari Morina kom Ýmismönnum í forystu snemma fyrri hálfleiks en Sæbjörn kom KFS til bjargar og skoraði bæði mörk sín á síðustu tuttugu mínútunum. KFS fékk góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Ými en Sigurður Grétar Benónýsson og Ólafur Haukur Arilíusson komu yfir frá ÍBV. Samstarf KFS og ÍBV hefur reynst báðum félögum einstaklega vel síðustu ár.

Hvíti Riddarinn er venslalið Aftureldingar en gaman er að segja frá því að með Hvíta Riddaranum leikur eyjapeyjinn Egill Jóhannsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og KFS.

Leikurinn hefst 11:30 á Domusnova vellinum í Breiðholti. Hvetjum stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu að mæta og styðja við strákana.