Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja 5. júní sl., var tekið fyrir erindi um kvörtun vegna lausagöngu búfjárs frá lóðarhöfum í Gvendarhúsi, Þorlaugargerði eystra og Brekkuhúsi. Niðurstaðan varð sú að starfsmenn áhaldahússins og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa verið í afskiptum við eigendur búfjárs. Vandamálið er því miður enn til staðar. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hefur undirbúið aðgerðaáætlun og mun á næstu dögum setja af stað aðgerðir í samræmi við samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum.

Ráðið samþykkti einnig breytta gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár í Vestmannaeyjabæ. Gjaldskránna má nálgast hér.