Hin virta YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum heldur tónleika í Eldheimum í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 15. júní kl. 17.

Það er mikill heiður og fengur að fá þetta fjölhæfa fólk til að spila í Vestmannaeyjum.
Á efnisskránni eru þættir úr strengjakvartettum, píanótríóum og kvintettum eftir Beethoven, Brams, Grieg, Mendelsohn og Schubert..
YCO er skipuð 20 úrvals nemendum á aldrinum 13-18 ára, úr tónlistarprógramminu Music Prep‘s Center for Gifted Young Musicians sem stofnað var 1986. Í prógramminu eru starfandi þrjár strengjasveitir og minni kammerhópar sem njóta leiðsagnar meðlima í The Philadelphia Orchestra og leiðandi tónlistarmanna í Fíladelfíu. Aaron Picht hefur verið stjórnandi sveitarinnar frá 2013.
Tónleikar YCO eru í samstarfi við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.
Fyrir utan Eldheima heldur sveitin tvenna aðra tónleika á Íslandi. Í Listasafni Reykjavíkur og í Hörpu.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.