Vegagerðin hefur ákveðið að hækka fargjöld í Strætó á landsbyggðinni. Stakt fargjald fer úr 490 kr. í 570 kr., sem er hækkun um 16,3%. Þetta er gert í samræmi við hækkanir á gjaldskrá hjá Strætó bs. og taka breytingarnar gildi þann 1. júlí nk.

Í dag kostar 4.900 kr. fyrir fullorðna að ferðast með Strætó frá Mjódd til Landeyjarhafnar, en til og með 1. júlí mun farið kosta 5.700 kr. Fyrir ungmenni á aldrinum 12-17 ára, aldraða og öryrkja hækkar verðið úr 2.450 kr. í 2.750 kr.

Almennt fargjald til Þorlákshafnar frá Mjódd er í dag 1.470 kr. en á eftir að kosta 1.710 kr. Fyrir ungmenni, aldraða og öryrkja hækkar farið úr 735 kr. í 825 kr.