Þá er ekki nema undir vika í að Goslokahátíð 2023 gangi í garð mánudaginn þann 3. júlí. Goslokanefnd hefur nú skilað af sér hátíðardagskránni í endanlegri útfærslu.

Meðal breytinga á dagskrá má nefna að varðskipið Þór verður nú að auki til sýnis ásamt varðskipinu Óðni, og í stað eins unglingaballs á föstudaginn fyrir árganga 2006-2009 í Alþýðuhúsinu eru þau nú tvö og mun Ingi Bauer stýra veislunni. Annars vegar verður ball í boði fyrir árganga 2007-2009 og hins vegar fyrir árganga 2004-2006.

Á föstudaginn verður frítt inn á Ingó Veðurguð í Zame-krónni að Strandvegi 73A, sem og á Lundann þar sem Doctor Victor, BlazRoca og BLAFFI troða upp.

Áður hefur komið fram að MEMM og Brimnes leika fyrir dansi á Skipasandi og hefur nú eyjasveitin Mucky Muck bæst við.

Hér má sjá Facebook síðu hátíðarinnar og uppfærða útfærslu dagskráarinnar.