Á morgun hefst Orkumótið í knattspyrnu sem fer fram í Vestmannaeyjum á ári hverju. Á mótinu etja kappi drengir í 6. flokki og stendur mótið til laugardags. Búist er við 1100 þátttakendum auk foreldra.

Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn í bænum að hafa varan á og taka tillit til mikils fólksfjölda í bænum.

Við viljum jafnframt benda ökumönnum á að bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á Hamarsveginum, þar sem flestir knattspyrnuvellirnir eru. Lögregla mun halda úti öflugu eftirliti í umferðinni, þar sem fylgst verður vel með ökuhraða, ástandi og réttindum ökumanna, lagningum, bílbeltanotkun, notkun farsíma og snjalltækja við akstur, fjölda farþega os.frv. Viljum við bjóða mótsgesti velkomna til Eyja og óskum þeim góðs gengis á mótinu” segir í tilkynningu lögreglunnar.

Hér má sjá dagskrá Orkumótsins.