Vikulöng hátíðarhöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis byrja í dag, mánudaginn 3. júlí. Það verður nóg um að vera og byrjar dagurinn í pósthúsinu. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir daginn í dag.

09:30-17:00 Pósthúsið við Strandveg: Dagsstimpill tileinkaður 50 ára goslokaafmæli.
10:00 Básaskersbryggja: Varðskipið Óðinn leggst að Básaskersbryggju.
12:00 Eldheimar: Hátíðarfundur bæjarstjórnar.
13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl.
15:00 Básar: „Það sem dvelur í þögninni” Aldís Gló Gunnarsdóttir.
15:00-18:00 Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
16:00 Akóges: „Gluggi vonarinnar” Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
17:00 Skansinn: Setning Goslokahátíðar í tali og tónum. Forseti Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna og bæjarstjóri Vestmannaeyja verða með ávörp. Jafnframt verða Júníus Meyvant, Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir með tónlistaratriði og Pétur Erlendsson flytur goslokalagið Mín Heimaey.
18:00-21:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning.
18:00-21:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning.

Annað í boði:

  • Goslokaratleikur Íslandsbanka, þátttökublöð í Eymundsson og Safnahúsi.
  • Goslokasýning 3. bekkjar GRV á verkum tengdum eldgosinu í Íþróttamiðstöðinni.
  • Goslokalagið „,Mín Heimaey” má nálgast á Spotify. Höfundur þess er Pétur Erlendsson.
  • Goslokafánar og -veifur til sölu í Safnahúsi.
  • Myndlistasýningin „Kokteill” verður til sýnis á opnunartíma Slippsins fyrir matargesti.
  • Viðar Breiðfjörð verður með bílinn Ransý á ferðinni um miðbæinn með listvarning til sýnis.
  • Frímerkjaútgáfur og sérstakir póststimplar sem tengjast Heimaeyjargosinu verða til sýnis á opnunartíma pósthússins.