Það skorti ekki vandaða viðburði síðastiliðinn þriðjudag og höfðu gestir um nóg úr að velja úr dagskrá goslokahátíðar.

Þeir Erlendur Bogason kafari og Örn Hilmisson sýndu lifandi myndir og ljósmyndir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það var ekki það eina sem var á boðstólum því Gleðigjafarnir seldu vöfflur á staðnum.

Leikhópurinn Lotta sýndi Gilitrutt á Stakkagerðistúni fyrir fjölda barna.

Meðal þess sem Erlendur er með til sýnis eru tveir nýbúar á Íslandi sem fundust við Vestmannaeyjar árið 2022. Því miður hafa þeir ekkert nafn svo leitað er til sýningargesta eftir hugmyndum að góðu nafni á ígulkerið og krossfiskinn. Sýning Erlendar og Arnar er opin út goslokavikuna.

Gerður Guðríður Sigurðardóttir, eða GZERO, opnaði sýningu sína í Einarsstofu á Safnhúsi. Hún sýndi fjölda málverka sem eiga tilvísun í Vestmannaeyjar og Heimaeyjargosið 1973. Sjálf bjó hún á Gerðisbraut 10 með fjölskyldu sinni þegar gosið hófst. Þá gekk hún með Bjarka, son hennar og Guðna Ólafssonar, eiginmanns hennar sem er látinn. Gerðisbraut 10 var grafin upp og er miðpunktur Eldheima. 

Upplýsingaskilti um fuglamerkingar Óskars í Höfðanum var afhjúpað á Stórhöfða. Marinó Sigursteinsson pípulagningarmeistari lét gera skiltið og setja upp. Sömuleiðis lét hann gera annað skilti um Flakkarann sem var afhjúpað í gær, miðvikudag.

Berglind Sigmarsdóttir opnaði sýningu sína „Listin í leikföngunum” að Vestmannabraut 32. Verkin eru gerð hinum ýmsu leikföngum sem hún hefur sankað að sér eins og dúkkur, kubbar og perlur.

Þá opnaði Gíslína Dögg Bjarkardóttir myndlistasýningu sína „Kokteill” á Slippnum við góðar undirtektir.

Kvöldinu lauk með dagskrá um Oddgeir Kristjánsson í Sagnheimum þar sem fullt var út að dyrum.

Myndir frá Erlendi og Erni:

Örn Hilmisson.
Erlendur Bogason.

Myndir frá leikhópi Lottu á Stakkó:

 

Myndir frá sýningu GZERO:

Kári Bjarnason og Gerður Guðríður Sigurðardóttir.
Guðbjörg, Gerður og Kristín.
Örn Ólafsson, Hrefna Hilmisdóttir og Ágústína Hansen.

Myndir frá sýningu Berglindar:

Ljósmynd: Addi í London.

Myndir frá Stórhöfða: Ljósmyndir frá Adda í London.

Myndir frá Sýningu Gíslínu Daggar:

Myndir frá Sagnheimum: Ljósmyndir frá Adda í London.