Í morgun óskaði strandveiðibátur eftir aðstoð vegna vélarbilunar en hann var á veiðum undan Vestmannaeyjum.

Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þórs í Vestmannaeyjum var ræst út og hélt Þór úr höfn rétt fyrir níu í morgun.

Björgunarskipið Þór er annað af nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem afhent hafa verið, en það þriðja verður afhent í haust.

Þór var kominn að bátnum tæpum klukkutíma síðar og áhöfnin hófst handa við að koma taug á milli sem gekk vel og var báturinn kominn í tog og haldið áleiðis til hafnar í Vestmannaeyjum.

Um tólf leitið var Þór kominn með bátinn inn á höfn í Vestmannaeyjum, þar sem hann var settur á síðuna á Þór, til að auðvelt væri að koma honum að bryggju.

Um fimm tímum eftir útkall var strandveiðibáturinn kominn að bryggju, og búið að ganga frá Þór.

Meðfylgjandi eru myndir frá því í morgun.