Vel heppnuð goslokavika er nú að baki og er dagurinn í dag sá síðasti hátíðarinnar. Sunnudagsdagskrána má sjá hér að neðan.

10:00/11:30/13:00 Friðarhöfn: Skoðunarferðir um seiðaeldisstöð og skipulagðar rútuferðir á landeldissvæði ILFS í Viðlagafjöru. Skráning fer fram á netfanginu [email protected] eða í síma 488 2066.
10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir.
10:00-17:00 Stafkirkjan: „Metafor” Rósanna Ingólfsdóttir Welding.
10:00-18:00 Akóges: „Gluggi vonarinnar” Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
11:00 Landakirkja: Göngumessa frá Landakirkju, súpa og brauð í lok göngunnar.
11:00-17:00 Eldheimar: Hulda, Jón og Heiða.
12:00-18:00 Svölukot, Strandvegi 95: „Undir listregni” Stapafjölskyldan.
13:00-15:00 Bárustígur: Kristey.is með opinn bás.
13:00-17:00 Hrútakofinn: „Hitt og þetta” Hólmfríður Ólafsdóttir.
13:00-17:00 Viðey, Vestmannabraut 32: „Listin í leikföngunum” Berglind Sigmarsdóttir.
13:00-18:00 Básar: „Það sem dvelur í þögninni” Aldís Gló Gunnarsdóttir.
13:00-18:00 Miðskúrinn í Sandprýði, Skipasandi: Bjartey Gylfadóttir.
14:00 Sagnheimar: Japanstogararnir. Siglt heim í skugga eldgoss.
14:00-17:00 Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Erlendur verður með stutt erindi kl. 15:00. Gleðigjafarnir selja vöfflur.
14:00-17:00 Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
14:00-17:00 Flakkarinn – Listrými, Skólavegi 15a: Jóna Heiða Sigurlásdóttir.
14:00-18:00 Stakkó: „Undir bláhimni” Félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.
14:00-18:00 GELP-króin, Strandvegi 69: „Þetta er fínt svona” Viðar Breiðfjörð.
14:00-18:00 Strandvegur 50: Handverksmarkaður, opnar vinnustofur og sýningar.

Annað í boði:

  • Goslokaratleikur Íslandsbanka, þátttökublöð í Eymundsson og Safnahúsi.
  • Goslokasýning 3. bekkjar GRV á verkum tengdum eldgosinu í Íþróttamiðstöðinni.
  • Goslokalagið „,Mín Heimaey” má nálgast á Spotify. Höfundur þess er Pétur Erlendsson.
  • Goslokafánar og -veifur til sölu í Safnahúsi.
  • Myndlistasýningin „Kokteill” verður til sýnis á opnunartíma Slippsins fyrir matargesti.
  • Viðar Breiðfjörð verður með bílinn Ransý á ferðinni um miðbæinn með listvarning til sýnis.
  • Frímerkjaútgáfur og sérstakir póststimplar sem tengjast Heimaeyjargosinu verða til sýnis á opnunartíma pósthússins.