Stjórn Hollvinasamtakana og áhöfn safnskipsins Óðins þakka Vestmannaeyingum fyrir höfðinglegar móttökur á Goslokahátíð 3. og 4. júlí s.l. Mikill fjöldi fólks heimsótti skipið og sýndu þessu 63 ára gamla skipi með svo mikla sögu að baki, mikinn áhuga. Er einstöku starfi sjálfboðaliða að þakka sem hafa gert Óðinn haffæran á ný.

Stjórnendum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar eru færðar sérstaka þakkir fyrir góðan stuðning við siglingu Óðins til Vestmannaeyja. Veitingahúsinu Tanginn sendum við þakkir og kveðjur fyrir góða þjónustu við áhöfn Óðins, sem og Sjóminjasafninu “Dala Rafn” sem Þórður Rafn Sigurðsson stofnaði eru sendar
góða kveðjur.

Skipstjóri Óðins er Vilbergur Magni Óskarsson og yfirvélstjóri Ingólfur Kristmundsson.
Fyrir hönd stjórn Hollvina og áhafnar safnskipsins Óðins.
Guðmundur Hallvarðsson