Er fram kemur í fundargerð frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs sl. mánudag, þá hefur nokkuð borið á lausagögnu sauðfjár í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði og í nokkrum tilfellum hafa lausar kindur valdið skemmdum í görðum.

Sveitarfélagið hefur hafið undirbúning aðgerða til að beita þeim heimildum sem það hefur skv. lögum (sekt, leyfissviptingu eða ráðstöfun) til að bregðast við lausagöngu búfjár og hyggst hrinda þeim aðgerðum í framkvæmd á næstu dögum.

Fyrir ráðinu lá bréf frá Bændasamtökum Íslands og var starfsmönnum sviðsins falinn framgangur málsins.