Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 5. júní sl. var efnt til hreinsunarátaks með áherslu á umgengni við lóðir og götur í íbúabyggð.

Síðan þá hafa verið merktur 41 bíll utan lóðar, 78 bílar og lausamunir innan lóðar í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og sent áminningarbréf til 15 gámaeigenda. Eitthvað af bílum hafa síðan borist móttökustöð úrgangsefna, aðrir færðir um stað, en aðeins hefur síðan þá verið sótt um stöðuleyfi fyrir einn gám.

Á næstu vikum mun bærinn ráðast í þær ráðstafanir sem sveitarfélagið hefur heimild þar sem ekki hefur verið brugðist við áminningum, er fram kemur í fundagerð.

Starfsmönnum sviðsins var falinn framgangur málsins.