Rifjaplötur voru hífðar í seiðastöð í síðustu viku. Plöturnar eru gólfið á þriðju hæð seiðastöðvarinnar og koma frá Einingarverksmiðjunni í Hafnarfirði. Þetta segir í færslu á fréttavef ILFS.

Til verksins var fenginn stærsti krani landsins frá JÁ Verk og ÁB Lyftingum. Hver plata er 22 metrar að lengd og vegur 26 tonn.

Stærsti krani landsins að verki. Ljosmynd: ILFS.
Rifjaplöturnar. Ljósmynd: ILFS.
Ljósmynd: ILFS.
Ljósmynd: ILFS.