Fyrstu kerin í seiðastöð félagsins Icelandic Land Farmed Salmon, eða ILFS, eru við það að verða klár. Þessu er greint frá í færslu á Facebook síðu félagsins.

Framkvæmdir eru bæði á botni Friðarhafnar þar sem seiðastöðin mun rísa og austur á eyju í Viðlagafjöru. Þegar seiði í seiðastöðinni eru orðin að 100 grömmum verða þau flutt austur í laxeldið.

„Þessi ker tilheyra RAS1 sem tekur við minnstu seiðunum okkar eftir klak. Kerin eru 6 talsins og eru hvert um sig 5 m. í þvermál” segir í færslunni.

Ljósmyndir: ILFS.

Seiðastöðin gengur fyrir fersku vatni.
Fiskurinn verður fyrst tilbúinn til slátrunar í lok árs 2025.