Það er að ýmsu að huga fyrir þá sem ætla að vera með hvítt hústjald í Herjólfsdal. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar.

Miðvikudagur 02. ágúst 2023

Hvítatjaldasúlur fara upp á eftirfarandi tímum: ATH þeir sem ekki mæta á réttum tíma færast aftast í götur.

17:00 Reimslóð, Þórsgata, Týsgata og Efri byggð

17:45 Ástarbraut, Veltusund og Klettar

18:30 Skvísusund og Lundaholur

19:15 Sigurbraut, Sjómannasund og Golfgata

20:00 Þeir sem ekki tóku frá lóð

ATH! Aðeins bílar með súlur fá að fara inn í dal á þessum tíma og aðeins þeir sem eru að fara að tjalda á tilsettum tíma.

Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð og biðjum við ykkur að virða það.


Fimmtudagur 03. ágúst 2023

11:30-15:00 Búslóðaflutningar

17:30-20:00 Búslóðaflutningar

Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð og biðjum við ykkur að virða það.



Föstudagur 04. ágúst 2023

09:30-11:00 Búslóðaflutningar

Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð og biðjum við ykkur um að virða það.