Samkvæmt handbolti.is er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson, sem gerði ÍBV karla í handbolta Íslandsmeistara í vor sterklega orðaður við starf landsliðsþjálfara karla í handknattleik í Sádi Arabíu. Eftir því sem handbolti.is kemst næst er Erlingur staddur í Sádi Arabíu væntanlega til viðræðna við stjórnendur handknattleikssambands landsins. Handbolti segir að Arnar Daði Arnarsson, ritstjóri og prímusmótor hlaðvarpsþáttarins Handkastið hafi greint frá þessu.

Mynd: EPA