Starfsmenn frá Náttúrustofu Suðurlands kíktu nýlega í lundaholur í Stórhöfða og eru pysjur í um 60% þeirra og er um vika í að þær verði tilbúnar. Þetta kemur fram á facebook síðu Pysjueftirlitsins.
Pysjurnar eru því nokkru seinna á ferðinni en hafði verið áætlað miðað við ástand þeirra í júlí. Þetta er svipað og gerðist í fyrra þegar ætisskortur seinni part sumars var það mikill að hægði á vexti pysjanna.