Lýsing í innsiglingu var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Á fundi ráðsins þann 7. desember 2022 var hafnarstjóra falið að skoða útfærslur og kostnað við að bæta lýsingu í innsiglingu. Hafnarstjóri fól Lisku að koma með hugmyndir að lausn. Ekki hefur verið kannaður kostnaður verksins.

Ráðið fól í niðurstöðu sinni hafnarstjóra frekari framgang málsins og kostnaðargreina fyrir næsta fund.

1711-11-33.1.1101-.pdf

Vestmannaeyjahöfn – Innsiglingarlýsing .pdf