Fyrsti Olísdeildarleikur tímabilsins í Vestmannaeyjum fer fram í dag þegar stelpurnar taka á móti Haukum. Þessi lið léku spennandi einvígi í undanúrslitum í vor sem ÍBV sigraði að lokum. ÍBV gerði góða ferð norður í fyrsta leik tímablisins og sigraði KA/Þór.

ÍBV mættir með nokkuð breyttan hóp til leiks í vetur þrátt fyrir að máttarstólpar síðustu ára séu enn á sínum stað. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni klukkan 14:00.