Kvennalið ÍBV lauk 13 ára veru í efstu deild í knattspyrnu í dag þegar liðið féll eftir 7-2 tap gegn Tindastól á Sauðárkróksvelli.

Það er óhætt að segja að leikurinn hafi byrjað með látum því staðan var orðin 1-1 eftir tæpar þrár mínútur. Eftir það tóku stólastelpur öll völd á velinum og skoruðu sex mörk áður en ÍBV náði að klóra í bakkann. ÍBV fylgir því Selfoss niður um deild þetta árið.