Karlalið ÍBV í fótbolta situr enn í fallsæti eftir annað 2-2  jafntefli gegn fram í dag. ÍBV stendur í harðri fallbaráttu við Fram og HK um það að fylgja Keflavík niður um deild. Niðurstaðan í dag var svekkjandi jafntefli eftir hetjulega baráttu heimamanna sem þó voru undir lengst af í seinnihálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði Tiago Manuel Da Silva Fernandes fyrir fram á 52. mínútu. ÍBV jafnaði leikinn á 80. mínútu en þar var á ferðinni Sverrir Páll Hjaltested hann kom svo ÍBV yfir 5 mínútum seinna og þannig var staðan þar til mínúta var liðin af uppbótar tíma og Framarar jöfnuðu leikinn. Annan leikinn í röð þarf ÍBV að sætta sig við að fá á sig svekkjandi jöfnunar mark á lokamínútum leiksins. Umferðin klárast svo með tveimur leikjum á morgun en ljóst er að staða ÍBV er nokkuð snúin þegar þrjár umferðir eru eftir. Næsta verkefni ÍBV er að fara norður og etja kappi við KA á fimmtudag.