Landslið Sádi Arabíu undir stjórn Erlings Richardssonar komst ekki í átta liða úrslit handknattleikskeppni Asíuleikanna í morgun sem fram fara í Hangzhou í Kína. Sádi Arabía og Íran skildi jöfn, 23:23, í síðasta leik D-riðils keppninnar. Hvort lið hlaut 3 stig í þremur leikjum. Íran komst áfram í átta liða úrslit á einu marki. Íranar voru með samanlagt 22 mörk í plús en Sádi Arabía 21 mark eftir þrjá leiki.

Erlingur tók við liðinu í ágúst á þessu ári en næst á dagskrá hjá liðinu er forkeppni Ólympíuleikanna í Katar í október og forkeppni heimsmeistaramótsins í janúar.