Boðað hefur verið boðað til kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ á morgun þriðjudag. Fjöldi hagsmunasamtaka kvenna og kynsegin fólks standa að verkfallinu. Fram kemur í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ að bærinn styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegins fólks og vill stuðla að því í hvívetna að jafnræðis allra kynja sé gætt og að engin mismunun á sér stað í samfélaginu. Vestmannaeyjabær hefur hlotið jafnlaunavottun sem felur í sér m.a. að starfsfólki skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni.

Einnig kemur fram að Vestmannaeyjabær gerir ráð fyrir mjög skerti þjónustu og/eða lokunum á mörgum stofnunum en stjórnendur þeirra upplýsa starfsfólk og þjónustuþega um það þjónustustig sem verður á hverjum stað. Foreldrum barna hefur nú þegar verið tilkynnt um lokun Grunnskóla Vestmannaeyja og og skerta þjónustu á leikskólum en ein deild er opin á Kirkjugerði. Auk þess mun móttaka bæjarskrifstofanna verður lokuð þennan dag.

Fram kemur í svari frá Vestmannaeyjabæ til Eyjafrétta að um 300 konur starfi hjá Vestmannaeyjabæ. Vestmannaeyjabær vill sýna samstöðu á kvennafrídaginn og þær konur og kvár, sem að höfðu samráði við stjórnanda, óskar eftir að taka þátt í deginum og viðburðum í tengslum við þennan dag munu ekki verða fyrir launaskerðingu. Einnig kemur fram að hluti af starfsemi Vestmannaeyjabæjar er þessi eðlis að ekki verður hægt að loka allri þjónustu, þá verður þess gætt að þjónustuskerðing ógni ekki velferð, öryggi- eða heilsu íbúa.