Safnahelgin hefst fimmtudaginn næstkomandi þar sem í boði verður fjögurra daga veisla. Hér fyrir neðan má kynna sér dagskrá helgarinnar.

Fimmtudagur 2. nóvember

13:30-14:30 Safnahúsið: Ljósmyndadagur – Lifandi myndir frá 1973.

17:00-17:30 Stafkirkjan: Setning. Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Kristín Jóhannsdóttir. Tónlistaratriði flytja: Kitty Kovács og Júlíanna S. Andersen.

19:30- Eldheimar: Hugur minn dvelur hjá þér – Heimaey 1973. Sýningaropnun, Gíslína Dögg Bjarkadóttir.

Foropnun á glæsilegri ljósmyndasýningu Umhverfisstofnunar í Syrtseyjarstofu. Ljósmyndarinn Golli Iceland Review myndaði eyjuna og vísindamenn að störfum í Surtseyjarferð sumarið 2023. Formleg opnun verður 14.nóvember á 60 ára afmæli Surtseyjar.

Síðustu sýningardagar magnaðrar sýningar Huldu Hákon, Jóns Óskars og Heiðu, sem opnu var á goslokahátíðinni.

20:00-21:30 Eldheimar: Yrsa Sigurðardóttir kynnir nýja glæpasögu sína, sem gerist um borð í Vestmannaeyiskum togara og Auður Jónsdóttir les úr nýútkominni bók sinni „Högni“.

 

Föstudagur 3. nóvember

16:30-17:00 Sagnheimar: Húsin undir hrauni – Benni, Bjarni Rúnar og Breki Georg kynna áhugavert verkefni sem þeir eru að vinna í Fablab.

17:00-18:00 Sagnheimar: Til hafnar – sýningaropnun, ljósmyndir af bátunum sem sigldu frá Vestmannaeyjum aðfararnótt 23. janúar 1973.

20:00- Heimaklettur í nýju ljósi. Kveikt á ljósaverki við tónlist Júníusar Meyvants í tilefni af 50 árum frá Heimaeyjargosi og 60 árum frá Surtseyjargosi.

20:30- Eldheimar: Andrea Gylfadóttir og Bíóbandið flytja lög Stellu Hauks, auk laga sem notið hafa vinsælda allt frá Surtseyjarárunum. Gestasöngvarar Elva Ósk Ólafsdóttir, Þórarinn Ólason og Glódís Gunnardóttir. Miðasala og borðapantanir í Eldheimum s. 4882700 Verð. Kr. 4.900.-

 

Laugardagur 4. nóvember

11:15-11:45 Bókasafnið: Einar Áskell 50 ára – farandsýning opnuð í samstarfi við sænska sendiráðið.

12:00-12:15 Einarsstofa: Leikfélag Vestmannaeyja kynnir barnaleikritið Gosa.

13:00-13:45 Einarsstofa: Bókakynning. Eva Björg Ægisdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir og Vilborg Davíðsdóttir lesa úr nýútkomnum bókum sínum.

14:00-14:30 Einarsstofa: Sýning í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar, skapara Siggu Viggu. Stefán Pálsson fjallar um listamanninn. Ástþór Gíslason og Sunna Ástþórsdóttir opna sýninguna.

 

Sunnudagur 5. nóvember

12:00-13:30 Einarsstofa: Saga og súpa. Guðrún Erlingsdóttir fær til sín valda gesti í tilefni 50 ára frá Goslokum, Marinó Sigursteinsson og Hallgrímur Tryggvason ásamt hjónunum Þór Vilhjálmssyni og Sólveigu Adólfsdóttur. Auk þess les Guðrún upp úr gosminningum Sigríðar Högnadóttur.

Aðrir viðburðir og opnunartímar:

Hvíta húsið við Strandveg: Lista- og menningarfélagið verður með opið hús fimmtudag – laugardags kl. 13-15.

Gestastofa Sealife Trust: Opið fimmtudag – sunnudags kl. 12-16. Frumflutningur á tónverki eftir Birgi Nielsen. Í verki sínu notar hann ýmis náttúruhljóð og skipa hvalahljóð þar stóran sess. Ný og breytt sýning á munum frá gamla Náttúrugripasafninu. Bingó fyrir börnin.

  • Eldheimar: Opið daglega kl. 13-16:30.
  • Einarsstofa: Opið mánudag – föstudags kl. 10-17 og laugardag – sunnudags kl. 11-15.
  • Bókasafnið: Opið laugardag kl. 12-15.
  • Sagnheimar: Opið laugardag kl. 12-15.