Lóðir innan hafnarsvæðis voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni sem leið, en á fundi ráðsins þann 27. september var starfsmönnum sviðsins falið að fara yfir nýtingu, tækifæri og gildandi samninga á hafnarsvæðinu. Hafnarstóri fór yfir drög að niðurstöðum starfsmanna sviðsins.

Í niðurstöðu um málið kemur fram að ráðið felur hafnarstjóra að segja upp samningum um afnot af lóðum Vestmannaeyjahafnar sem eru komnir á tíma. Ljóst er að skipuleggja þarf af kostgæfni þá fáu fermetra sem eru lausir á hafnarsvæðinu og felur ráðið hafnarstjóra að skoða hvort nýta megi lóðir betur í samráði við lóðahafa.