„Ástandið núna kall­ar á ýms­ar pæl­ing­ar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatns­lögn­in er löskuð og ligg­ur nærri Kletts­nefi. Aðstæðurn­ar eru afar krefj­andi,“ seg­ir Ívar Atla­son hjá HS veit­um í Vest­manna­eyj­um í samtali við morgunblaðið.

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra lýsti í gær yfir hættu­stigi í Vest­manna­eyj­um vegna skemmda á vatns­lögn­inni. Raun­veru­leg hætta er tal­in á því að hún rofni al­veg og þá væri fyrst vandi í Eyj­um, því þar eru eng­ar lind­ir eða vatns­ból. Allt neyslu­vatn er fengið úr upp­sprettu við Syðstu-Mörk und­ir Eyja­fjöll­um – þaðan sem vatn­inu er veitt um píp­ur niður Land­eyj­ar og svo á sjáv­ar­botni út til Eyja.

Verk­efni sem við leys­um

„Við eig­um mikið og raun­ar allt und­ir vatns­veit­unni. Dag­leg vatns­notk­un bæj­ar­búa er kannski 1.500 tonn. Svo bæt­ist mikið við þegar fisk­vinnsl­an er á fullu. Í þeim álag­stopp­um fer vatns­notk­un­in kannski í 5.000 til 6.000 tonn á hverj­um sól­ar­hring,“ seg­ir Ívar.

„Því leggj­um við allt kapp á að koma fyr­ir nýrri lögn sem allra fyrst, þótt vanda­samt sé nú þegar há­vet­ur er fram und­an. Úti fyr­ir Kletts­nef­inu eru þung­ar öld­ur í sjón­um og kafar­arn­ir sem þarna verða í aðal­hut­verki geta ekki unnið nema veður og sjó­lag sé skap­legt. En ann­ars er þetta bara verk­efni sem við leys­um; hug­mynd­ir um að flytja vatn til Eyja í tank­skip­um ef allt fer á versta veg finnst mér al­gjör fjar­stæða.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.