Fyrstu lotu var að ljúka í 3. og 4. flokki karla og kvenna í handbolta HBStatz hefur tekið saman hvaða leikmenn hafa verið iðnir við að skora það sem af er vetri. HBStatz er samstarfsaðili HSÍ og er innsláttar- og greiningarkerfi fyrir tölfræði í handbolta. Kerfið er hugsað fyrir þjálfara, fjölmiðla og handboltaáhugafólk almennt.

ÍBV á tvo fulltrúa á lista þeirra markahæstu. Andri Erlingsson er í fjórða sæti yfir markaskorara í 3. flokki karla með 49 mörk í 5 leikjum eða 9,8 mörk að meðaltali í leik. Hin unga og efnilega Agnes Lilja Styrmisdóttir er markahæst í 4. flokki kvenna með 52 í 5 leikjum eða 10,4 mörk að meðaltali í leik í vetur. Agnes hefur verið fastamaður í meistaraflokksliði ÍBV í vetur og skorað 10 mörk í jafn mörgum leikjum.