Það er nóg að gera hjá ÍBV strákunum þessa dagana en í kvöld fá þeir HK í heimsókn kl. 18:30. Lið HK er í áttunda sæti Olísdeildarinnar með sjö stig en ÍBV í því fjórða með 13 stig en bæði liðin hafa leikið 10 leiki. Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópubikar á móti Krems á laugardaginn kl 14:30.

Þess má geta að þjálfarateymi HK skipa tveir Eyjamenn en það eru þeir Sebastian Alexandersson og Guðfinnur Kristmannsson sem báðir gerðu garðinn frægan á handboltavellinum á árum áður.