Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum og fjölda farþega. Einnig var farið yfir stöðuna á Landeyjahöfn og frátafir og að endingu áætlanir fyrir næsta ár. Alls voru 12.999 þúsund farþegar í nóvember. Það sem af er þessu ári hafa 420.776 farþegar ferðast með Herjólfi, sem er 21.266 fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra. Rekstur félagsins er á áætlun.

Bæjarráð þakkaði í niðustöðu sinni Herði Orra fyrir yfirferðina. Bæjarráð ítrekar enn og aftur, við Vegagerðina, mikilvægi þess að allt sé gert til þess að halda Landeyjahöfn opinni.