Nýverið ákvað Vestmannaeyjabær að leita eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá öllum þeim sem bjóða orku til sölu. Alls bárust þrjú tilboð, þ.e. frá N1, Hs Orku og Orkusölunni.

Mat á tilboðum liggur fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og leggur hann til að lægsta tilboði verði tekið en um er að ræða 4,7% lækkun m.v. núverandi raforkugjöld.

Bæjarráð samþykkir í niðurstöðu sinni um málið að taka hagstæðasta tilboðinu sem er frá Orkusölunni. Framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að ganga frá samningi Vestmannaeyjabæjar við Orkusöluna um raforkukaup.