Landsnet birti skemmtilegt myndband af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum á facebook síðu sinni. Þar segir, “Árið 2023 byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið.
Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að tengja saman leiðara úr tveimur biluðum strengjum, skilaði okkur því að við þurftum varla að brenna olíu til að halda Eyjunum gangandi þessa sex mánuði sem strengurinn var bilaður – umhverfisvænt og við spöruðum um leið umtalsverðar fjárhæðir.