Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Fram koma að ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á að allt er gert sem mögulegt er til að treysta lögnina og hafa á takteinum viðgerðaráætlun ef hún brestur. Aðilar hafa verið í stöðugum samskiptum vegna þessa ágreinings um margra vikna skeið og nú er innviðaráðuneytið komið að málinu til að freista þess að ná niðurstöðu. Aðgerðastjórn Vestmannaeyjabæjar vinnur að lokafrágangi viðbraðgsáætlunar með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og öðrum hagaðilum. Liður í þeirri viðbragðsáætlun er að tengja RO vélar við veitukerfi bæjarins.