Umræða um náttúruhamfarir í Grindavík og afleiðingar þeirra fór fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku eftirfarandi bókun var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.

Mikil óvissa ríkir um þróun mála í Grindavík eins og staðan er í dag og má gera ráð fyrir að svo verði áfram um einhvern tíma. Áríðandi er að leysa úr þeim brýna vanda sem íbúar og fyrirtæki standa frammi fyrir, m.a. varðandi húsnæði og aðra aðstöðu. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og framkvæmdastjórum sveitarfélagsins að fara yfir þá möguleika til aðstoðar sem eru til staðar í Eyjum. Grindvíkingar sýndu Eyjamönnum mikinn stuðning í gosinu 1973 og ekki síst í því ljósi er ríkur vilji hjá bæjarstjórn að létta undir með Grindvíkingum í þeim mikla vanda sem við blasir.

Ljósmynd: Árni Sæberg/Víkurfréttir