ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. undirrituðu, síðasta föstudag, samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026.

Um áraraðir hefur Ísfélagið stutt ötullega við bakið á ÍBV og á næstu árum verður engin breyting þar á. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ÍBV-íþróttafélag að einn af máttarstólpum atvinnulífs Vestmannaeyja styrki félagið af slíkum myndarskap. Ísfélagið leggur mikla áherslu á að blómlegt íþróttastarf í Vestmannaeyjum og þar með það umfangsmikla starf sem ÍBV-íþróttafélag viðhefur í handknattleik og knattspyrnu.

Fram kemur í tilkynningur frá ÍBV að “ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. vilja lýsa yfir ánægju sinni með áframhaldandi samstarf.”

Mynd: Guðmundur Jóhann Árnason og Sæunn Magnúsdóttir