Fyrir bæjarráði í vikunni lá erindi frá Haf Afli sem er nýstofnað orkufyrirtæki sem staðsett er í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið hyggst setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana við Íslandsstrendur og er áhugi fyrir því að taka fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum með forrannsóknum sem lúta að því að kanna hvort og hvar hagkvæmar staðsetningar gætu verið í kringum Eyjar til að setja upp ölduvirkjanir. Í erindinu til bæjarráðs óskar Haf Afl eftir því að Vestmannaeyjabær undirriti viljayfirlýsingu um jákvætt viðhorf og samstarf vegna verkefnisins.

Ráðið fól bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Haf Afls og ganga frá viljayfirlýsingu um samstarf í samræmi við umræðu á fundinum.

Erindi til Bæjarráðs Vestmannaeyja – Haf Afl.pdf

Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að Dagný Hauksdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar er tæknistjóri fyrirtækisins. Aðrir starfsmenn eru Eyvar Örn Geirsson framkvæmdastjóri og Eyrún Stefánsdóttir stefnu- og samskiptastjóri.

Nánar má kynna sér þetta verkefni hér.