Leikið er í Olís deild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu klukkan 14:00. ÍBV stelpurnar eru í fjórða sæti deildarinnar eftir 15 leiki. Afturelding er í sjöunda og næst neðsta sætinu með 6 stig úr 17 leikjum.

Karlaliðið leikur svo norðan heiða í dag gegn KA, leikurinn hjá strákunum hefst klukkan 14:30.