Það má búast við skemmtilegum handboltaleik í íþróttamiðstöðinni í dag þegar strákarnir frá Aftureldingu í heimsókn í annað sinn í þessum mánuði. Liðin mættust fyrr skemmstu í áttaliða úrslitum bikarsins þar sem ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum.

Liðin mætast nú í 17. umferð Olísdeildar karla. Afturelding er um þessar mundir í þriðja sæti deildarinnar og ÍBV í því fjórða. Einu stigi munar á liðunum og getur ÍBV því með sigri komist upp fyrir gestina.