ÍBV konur í Olísdeildinni gerðu góða ferð í Breiðholtið í dag þar sem þær mættu ÍR. ÍBV var yfir allan leikinn og fjór­um mörk­um yfir í hálfleik, 15:11. Leiknum lauk með  sigri Eyjakvenna, 20:27 og eru þær í fjórða sæti með 18 stig. Marka­hæst­ar ÍBV kvenna voru Elísa og Birna Berg með sjö mörk. Marta varði 17 skot.

Það blés ekki byrlega í hálfleik fyrir körlunum sem í Olísdeildinni mættu Aftureldingu á heimavelli í dag. Staðan 11:15 en seinni hálfleikur var spennandi og náði ÍBV að klóra í bakkann en Gunnar Magnússon og hans menn úr Mosfellsbænum höfðu betur, 29:28. Er þetta fyrsti sigur Gunnars með Aftureldingu í Vestmannaeyjum.

ÍBV er í fjórða sæti Olísdeildarinnar með 22 stig. Næst mæta þeir Val á útivelli og en stóra stundin er bikarkeppnin um aðra helgi.

Arn­ór var marka­hæst­ur fyr­ir ÍBV með sex mörk. Sveinn Ri­vera, Elís Þór og Kári Kristján skoruðu fjög­ur og Pavel varði 17 skot.

Mynd Sigfús Gunnar. Birna Berg í leik gegn Haukum. Birna og Elísa voru markahæstar með sjö mörk.