Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var á dagskrá bæjarstjórnar í líðinni viku.

Samkvæmt 1. tl. A-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn þrjá aðalfulltrúa og jafnmarga til vara í bæjarráð ár hvert. Fyrir liggur þessi tillaga um óbreytt bæjarráð:

Aðalfulltrúar
Njáll Ragnarsson, formaður
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður
Eyþór Harðarson

Varafulltrúar
Helga Jóhanna Harðardóttir
Páll Magnússon
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.

Samkvæmt 8. tl. C-liðar 42. gr. sömu samþykktar kýs bæjarstjórn aðal- og varafulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Stafkirkjunnar til fjögurra ára. Fyrir liggur tillaga um Sólveigu Adólfsdóttur sem aðalmann og Ragnar Óskarsson sem varamann.

Samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.

Eftirtaldir aðilar eru áfram í almannavarnanefnd:

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri (skylduseta skv. lögum)
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis-og framkvæmdasviðs
Friðrik Páll Arnfinnsson, slökkviliðsstjóri
Davíð Egilsson, læknir
Adolf Hafsteinn Þórsson, Björgunarfélagi Vestmannaeyja
Arnór Arnórsson, Björgunarfélagi Vestmannaeyja